BMW swap-kit í Patrol
Við hjá IceAk ehf. bjóðum upp á að flytja inn komplett BMW vélakit sem passar beint í Patrolinn þinn
Ertu orðinn þreyttur á kraftleysinu í Patrolnum þínu og að allir fari fram úr þér öllum í brekkum?
Viltu vera laus við endalausar áhyggjur af hitavandamálum og heddum?
Þá erum við með lausnina fyrir þig. Við bjóðum BMW M57N 306 d2/d3 véla kit sem er búið að sníða til þannig að það passar beint í Patrola, er semsagt nánast "plug & play".
Þetta eru áreiðanlegar og öflugar vélar með mikið tog sem gera bílinn verulega skemmtilegann og minnka eyðslu töluvert, sérstaklega í mikið breyttum bílum. Gera má ráð fyrir 20-30% minni eyðslu.
BMW 306d2 kit klárt til ísetningar
BMW 306d2 í Y61 Patrol
BMW 306d2 í Y60 Patrol
306d2/306d3 swap kit (hvor vélin það yrði fer eftir framboði úti)
-
306d2 (orginal 218HP) - eftir tjúningu 260-280HP/680Nm
-
306d3 (orginal 235HP) - eftir tjúningu 280-300HP/700Nm
Allar vélarnar eru teknar úr ökufærum bílum sem eru max eknir 150.000Km
Eftirfarandi atriði eru yfirfarin í hverri vél af söluaðila úti áður en þær eru afhentar:
-
Nýr tímagír (keðjur, sleðar ofl.)
-
Ný Sveifaráspakkdós, ventlaloks og pönnu pakkning
-
Allir spíssar prófaðir
-
Allir óþarfa skynnjarar fjarlægðir svo sem EGR og flowmeter.
-
Olíupanna tekin af og þvegin.
-
Stangar og sveifaráslegur athugaðar.
-
Vélin er álagsprófuð í bekk í 3 tíma þar sem hún er prófuð á öllum snúningssviðinu.
td. er virkni spíssa, ECU vélartölvu og kælikerfis athugað.
Innifalið í kitinu er:
-
Komplett 306d2/306d3vél tilbúin til ísetningar
-
Milliplata fyrir 3.0L Patrol gírkassa ásamt snúningshraða skynnjara og boltum.
-
Komplett kúplingssett, 300mm (þolir 750Nm átak)
-
2x mótorfestingar á grind, spacerar fyrir snekkju og bracket fyrir turbocharger controller.
-
Modified plug & play rafkerfi sem virkar td. með orginal mælaborðinu í bílnum.
-
Endurforrituð og "möppuð" orginal vélartölva, þjófavörn (immobiliser) og aðrir óþarfa fídusar gerðir óvirkir, svo sem: EGR, DPF, flowmeter ofl.
-
Nýr 90mm þykkur ál vatnskassi, sambærilegur og BMW kassarnir, ásamt öllum tengingum.
-
Notaður BMW A/C og stýris kælar
-
Notaður BMW intercooler
-
Notuð BMW kælivifta
-
Nýtt 70mm rústfrítt púst með einum kút
-
Nýtt loftinntak
-
Nýtt eldsneytiskerfi; lagnir, dæla, þrýstistillir,og sía
Bjóðum 3 mismunandi kit sem innihalda allt sem þarf fyrir bílinn þinn.
-
Komplett kit fyrir 3.0 bsk = 1.699.000kr* (Vél með öllu ofangreindu)
-
Komplett kit fyrir 2.8 bsk = 1.949.000kr* (Vél með öllu ofangreindu og gírkassi)
-
Komplett kit fyrir 3.0 ssk = 1.975.000kr* (Vél með öllu ofangreindu, gírkassi og tilheyrandi)
Bjóðum einnig upp á ísetningu ef óskað er.
Öll verð eru með 24%VSK
ATH! Gera má ráð fyrir ca 6-8 vikna afhendingartíma.
Fyrir frekari upplýsingar, pantanir, greiðslufyrirkomulag eða annað hafið þá samband við okkur beint.
iceak.iceland@gmail.com eða í síma 779-7809
* Verð miðast við gengi 1/10 2017 (EUR:ISK 1:125kr)
BMW 306d3 í Y61 Patrol